Körfubolti

Snæfell á topppnum eftir þriðja örugga sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónson.
Jón Ólafur Jónson. Mynd/Stefán
Snæfellingar eru komnir í toppsæti Dominosdeildar karla i körfubolta eftir öruggan 13 stiga sigur á KFÍ í Stykkishólmi í kvöld, 108-95. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Jón Ólafur Jónson átti enn einn stórleikinn með Hólmurum.

Snæfell og Stjarnan hafa bæði fengið átta stig út úr fyrstu fimm leikjum sínum en Snæfell tekur efsta sætið þar sem liðið vann innbyrðisleik liðanna á dögunum. Snæfell hefur unnið þrjá örugga sigra í röð og er búið að brjóta hundrað stiga múrinn í fjórum deildarleikjum í röð.

Jón Ólafur Jónson var með 26 stig og 17 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 23 stig og leikstjórnandinn Jay Threatt var með 19 stig, 7 fráköst og 15 stoðsendingar. Momcilo Latinovic skoraði mest fyrir KFÍ eða 28 stig.

Snæfell var 26-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann, komst mest 22 stigum yfir í öðrum leikhluta, 39-17 og var níu stigum yfir í hálfleik, 45-36. Snæfell var 21 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann en KFÍ lagaði stöðuna í lokin.



Snæfell-KFÍ 108-95 (26-15, 19-21, 37-25, 26-34)

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 26/17 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 23/4 fráköst, Jay Threatt 19/7 fráköst/15 stoðsendingar, Asim McQueen 15/12 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6.

KFÍ: Momcilo Latinovic 28/6 fráköst, Bradford Harry Spencer 20, Mirko Stefán Virijevic 17/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 16, Christopher Miller-Williams 6, Jón Hrafn Baldvinsson 3/5 fráköst, Leó Sigurðsson 3, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×