Haraldur: Voru þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 18:45 Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24
Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37