Vill svipta séra Georg Fálkaorðunni 5. nóvember 2012 12:55 Séra Georg er nú látinn. En hann var sæmdur Fálkaorðuna árið 1994. „Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu." Fálkaorðan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu."
Fálkaorðan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira