Lífið

Líkir Yrsu við Stephen King

Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir
Draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, fær mjög góða dóma í breska dagblaðinu The Independent. Þar segir að Yrsa Sigurðardóttir sé jafnoki Stephen King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.

Stephen King er sem kunnugt er einn mesti hrollvekjuhöfundur samtímans og því mikill heiður fyrir Yrsu að vera líkt við hann. "Sagan er hrikalega spennandi og sýnir og sannar að jafnframt því að vera drottning íslensku glæpasögunnar er Yrsa jafnoki höfunda á borð við Stephen King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta," skrifar gagnrýnandinn Barry Forshaw, einn helsti sérfræðingur Breta í norrænum glæpasögum.

-sm, fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×