Fótbolti

Rúnar Már og Elfar á óskalista danskra og sænskra liða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson Mynd/Daníel
Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson og Elfar Freyr Helgason, fyrrum Bliki og nú síðast leikmaður með Stabæk í Noregi, eru báðir orðaðir við dönsku úrvalsdeildina í dönskum netmiðlum. Það er einnig áhugi á þeim í Svíþjóð samkvæmt Magnúsi Agnari Magnússyni sem er umboðsmaður beggja leikmanna.

Rúnar Már er 22 á miðjumaður og nýbúinn að framlengja samning sinn við Val en hann var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins. „Félög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa áhuga. Hann er eins og er í heimsókn í Tromsö," sagði Magnús Agnar í viðtali hjá fotbolltransfers.com en Tipsbladet vitnar einnig í þá umfjöllun. Rúnar Már hefur þegar farið til reynslu hjá danska félaginu SönderjyskE.

Elfar Freyr Helgason er 23 ára miðvörður sem var á samning hjá AEK Aþenu en lék síðast með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni eftir að hann losnaði undan samningi við gríska félagið. „Félög í sænsku úrvalsdeildinni og líka í dönsku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Elfari," sagði Magnús Agnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×