Innlent

Tökulið Game of Thrones komið

Tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones eru að hefjast á Norðurlandi og munu fara þar fram næstu vikurnar, mestmegnis í kringum Mývatn. Game of Thrones er enn eitt stórverkefnið í kvikmyndageiranum sem unnið er að hér á landi á þessu ári.

„Við erum þessa dagana að flytja til landsins kvikmyndabúnað, hluta leikmyndar, búninga og fleiri leikmuni fyrir Game of Thrones. Það er allt að verða komið á staðinn og klárt fyrir tökur," segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, sem sérhæfir sig í flutningum fyrir kvikmyndageirann.

Hluti annarar þáttaraðar var tekinn upp hér á landi síðasta vetur, mestmegnis við rætur Vatnajökuls. Sú vinna gekk mjög vel og voru framleiðendur þáttanna ánægðir með Ísland í vetrarskrúðanum. Um þriðja hundrað manns unnu við þáttaröðina, þar á meðal fjöldi Íslendinga og er ráðgert að svipaður fjöldi vinni að verkefninu nú. Pegasus er framleiðendum þáttanna innan handar en TVG-Zimsen hefur séð um flutningshlutann. ,,Stórt verkefni sem þetta hefur að sjálfsögðu mjög jákvæð áhrif á svo marga þætti fyrir Ísland," segir Björn ennfremur.

Íslandi í dag var á staðnum þegar tökur á þáttaröð 2 í Game of Thrones fóru fram. Hér má sjá fyrri hlutann og hér er seinni hlutinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×