Sport

Valinn grófastur í NFL-deildinni annað árið í röð

Suh er hér við það að meiða Jay Cutler illa. Mjög illa reyndar.
Suh er hér við það að meiða Jay Cutler illa. Mjög illa reyndar.
Ndamukong Suh, varnarmaður Detroit Lions, er tröll að burðum og afar erfitt við hann að eiga. Hann er ekki bara sterkur því hann þykir afar grófur líka.

Svo grófur reyndar að leikmennn NFL-deildarinnar hafa kosið hann grófasta leikmann deildarinnar annað árið í röð.

Hann hefur reyndar hagað sér merkilega vel í vetur fyrir utan þegar hann kastaði Jay Cutler, leikstjórnanda Chicago Bears, í grasið eins og tuskudúkku. Hann slapp þá við sekt.

Hann fékk tveggja leikja bann á síðustu leiktíð fyrir að stíga viljandi ofan á hendina á andstæðingi.

Suh er vanur því að fá vafasama titla en fyrr í vetur var hann valinn óvinsælasti leikmaður deildarinnar af áhorfendum. Þeim líkar það illa er hann misþyrmir leikstjórnendum andstæðinganna.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×