Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 11:15 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira