Fótbolti

Hjálmar fékk rautt í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjálmar Jónsson, leikmaður IFK Gautaborgar.
Hjálmar Jónsson, leikmaður IFK Gautaborgar. Nordic Photos / AFP
Íslendingaliðið IFK Gautaborg tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni. Í þetta sinn fyrir Helsingborg, 2-0.

Helsingborg komst yfir með marki snemma síðari hálfleik en á 74. mínútu fékk Hjálmar Jónsson að líta rauða spjaldið þegar hann gerðist brotlegur í eigin vítateig. Helsingborg skoraði úr vítaspyrnunni og gerði þar með út um leikinn.

Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði allan leikinn með Gautaborg sem er í tíunda sæti deildarinnar með 36 stig eftir 29 leiki.

Þá vann Norrköping 2-0 sigur á Kalmar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði allan leikinn í sókn Norrköping en skoraði ekki. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×