Sport

Ólafur og Tinna unnu silfurverðlaun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur og Tinna með silfurverðlaun sín.
Ólafur og Tinna með silfurverðlaun sín. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Ólafur Gunnarsson og Tinna Óðinsdóttir unnu til silfurverðlauna á Norður-Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Glasgow í Skotlandi um helgina.

Ólafur vann sín verðlaun fyrir frammistöðu á bogahesti. Ólafur fékk 13,675 stig og var rétt á eftir Helge Vammen frá Danmörku sem fékk 13,875 stig. Ólafur hafnaði í 4. sæti á svifrá og 6. sæti í hringjum.

Tinna vann silfurverðlaun sín í keppni á jafnvægisslá. Tinna hlaut 12,900 stig en Jessica Hogg frá Wales var hlutskörpust með 13,300 stig.

Auk Ólafs og Tinnu keppti Thelma Rut Hermannsdóttir á mótinu. Thelma Rut keppti í úrslitum í stökki þar sem hún hafnaði í 9. sæti.

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 4. sæti í sveitakeppni í gær. Ísland fékk 144,450 stig en Wales hafði sigur með 157,500 stig. Karlalandsliðið hafnaði í 7. sæti en Finnar unnur sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×