Fótbolti

Veigar Páll íhugar að leggja skóna á hilluna

Veigar í landsleik gegn Noregi.
Veigar í landsleik gegn Noregi.
Það hefur lítið gengið upp hjá knattspyrnumanninum Veigari Páli Gunnarssyni upp á síðkastið og hann segir í samtali við norska blaðið VG að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Veigar fékk sama sem ekkert að spila hjá Vålerenga og hann fór því aftur til Stabæk þar sem honum leið hvað best. Það hefur ekki gengið sem skildi.

"Ég biðst afsökunar. Það er erfitt að halda áfram. Kannski ætti ég bara að fara heim til Íslands og hætta í boltanum. Kannski ætti ég að fara að gera eitthvað allt annað. Skoða íslenska leikmenn fyrir norsk félög eða álíka," sagði Veigar Páll en hann viðurkennir að hafa ekki misst ástríðuna fyrir boltanum.

"Gleðin er farin. Hver er tilgangurinn með því að spila fótbolta ef maður hefur ekki gaman af því lengur?"

Veigar hefur þess utan verið miðpunkturinn í einu mesta hneyksli norska boltans í áraraðir þegar forráðamenn félaga svindluðu er hann skipti um félag. Veigar gerði ekkert rangt en málið hefur samt haft áhrif á hann.

"Ég er bara mannlegur og hef keyrt á vegg," sagði Veigar spurður hvort hann sé orðinn þunglyndur vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×