Fótbolti

Fyrsta liðið síðan í ágúst sem nær að stoppa Aron

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson var búinn að skora í sex leikjum í röð með AGF þegar liði fékk Randers í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aroni tókst ekki að skora hjá David Ousted markverði Randers í kvöld sem varð þar með fyrsti markvörðurinn sem heldur hreinu frá honum síðan um miðjan ágúst.

AGF og Randers gerðu 1-1 jafntefli í þessum leik. Bæði liðin áttu möguleika á því að komast upp í 3. sæti deildarinnar eða upp fyrir Meistaradeildarlið FC Nordsjælland. Eftir leikinn er AGF með 22 stig í 4. sæti eða tveimur stigum meira en Randers.

Christian Keller kom Randers yfir strax á 10. mínútu leiksins og þannig var staðan þar til á 52, mínútu þegar Davit Skhirtladze jafnaði með skalla eftir hornspyrnu. Aron var síðan tekinn af velli ellefu mínútum síðar.

Aron var búinn að skora 11 mörk í síðustu sex deildarleikjum sínum og AGF-liðið var búið að ná í 16 af 18 mögulegum stigum í þessum sex leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×