Lífið

Vesturport á BAM

Nína Dögg, leikkona.
Nína Dögg, leikkona.
Það er nóg um að vera hjá Gísla Erni, Nínu Dögg og félögum í Vesturporti þessa dagana. Nú í nóvember heldur hópurinn til Bandaríkjanna til að sýna verkið Faust á einni virtustu leiklistarhátíðinni þar vestra, BAM.

Það er þó engin lognmolla hjá þeim þar til þau fara utan því á laugardag frumsýnir hópurinn leikritið Bastarða á stóra sviði Borgarleikhússins. Verkið verður sýnt í einni lotu og aðeins í þrjár vikur þar sem leikmyndin er frekar óvenjuleg.

Áhorfendasvæðinu er stillt upp hringinn í kringum leiksviðið og komast því um 800 áhorfendur fyrir í sæti, sem er meira en nokkru sinni fyrr í leikhúsinu.

- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.