Körfubolti

Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum.

Tómas Heiðar Tómasson var hetja Fjölnis í leiknum en hann skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út. Tómas fékk ekki mikinn tíma til að skjóta og var langt fyrir utan þriggja stiga línuna en skotið söng engu að síður í netinu við mikinn fögnuð félaga hans. Tómas endaði leikinn með 15 stig og 8 stoðsendinar.

Það er hægt að sjá þessa mögnuðu sigurkörfu hjá Tómasi Heiðari með því að smella hér fyrir ofan en upptakan er frá strákunum á leikbrot.is. Það er líka hægt að sjá allar lokamínúturnar hjá Sporttv.is sem sýndi leikinn í beinni en þá upptöku má finna hér.

Árni Ragnarsson var með 20 stig og 7 stoðsendingar fyrir Fjölni í gær og hann átti líka tvær troðslur sem hægt er að sjá með því að smella hér.

Tómas og Arni voru saman með 35 stig og 15 stoðsendingar í leiknum og fóru fyrir sínu liði í dramatískum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×