Fótbolti

Solskjær á góðri leið með að gera Molde aftur að meisturum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær fagnar marki sínu í maí 1999.
Ole Gunnar Solskjær fagnar marki sínu í maí 1999. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, fagnaði eftirminnilegan hátt þegar Molde-liðið skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Rosenborg í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Etzaz Hussain skoraði seinna mark Molde á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Solskjær hljóp inn á grasið og renndi sér á hnjánum í sigurvímu. Norskir fjölmiðlar gerðu mikið úr því að fagnaðalæti Solskjær hafi minnt á það þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 1999.

„Ég var nú ekki að hugsa um það fagn. Þetta er samt í síðasta sæti sem ég nota þessar buxur. Þetta voru sömu buxur og voru útataðar í kampavíni eftir að við unnum titilinn í fyrra," sagði Ole Gunnar Solskjær.

Molde er nú með þriggja stiga forskot á Rosenborg þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Molde-liðið tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum í titilvörninni en hefur síðan vaxið með hverjum leik.

Solskjær gerði Molde að meisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins á sínu fyrsta tímabili með liðinu og nú lítur út fyrir að hann sé að endurtaka leikinn ári síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×