Fótbolti

Halmstad þarf að fara í umspil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Baldvinsson í leik með KR í fyrra.
Guðjón Baldvinsson í leik með KR í fyrra. Mynd/Valli
Halmstad mátti sætta sig við 2-1 tap Assyriska í sænsku B-deildinni í kvöld en þar með varð félagið af mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnar.

Með tapinu er ljóst að Halmstad endar í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er nú fimm stigum á eftir Brommapojkarna þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

Öster var búið að tryggja sér sæti í efstu deild og nú er ljóst að Brommapojkarna mun fylgja liðinu upp.

Guðjón Baldvinsson spilaði allan leikinn fyrir Halmstad en Kristinn Steindórsson tók út leikbann.

Tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni en sem stendur er GIF Sundsvall í þriðja neðsta sæti deildarinnar og myndi fara í umspil gegn Halmstad.

Umspilsleikirnir fara fram 10. og 15. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×