Sport

Holyfield gjaldþrota | Selur flestar eignir sínar

Holyfield á ekki einu sinni fyrir ís í dag.
Holyfield á ekki einu sinni fyrir ís í dag. vísir/getty
Það er illa komið fyrir gamla hnefaleikakappanum Evander Holyfield. Þó svo hann hafi grætt formúgur á glæstum ferli er hann skuldum vafinn í dag og í raun gjaldþrota.

Holyfield er sagður skulda 10 milljónir punda og hann neyðist nú til þess að selja verðmætar eignir sínar til þess að greiða upp í skuldir.

Þó svo hann verði fimmtugur í næstu viku er Holyfield enn að keppa vegna skuldanna og hann dreymir um að mæta öðrum hvorum Klitschko-bræðranna.

Holyfield á hvorki meira né minna en ellefu börn með fimm konum og það hefur kostað hann skildinginn. Hann hefur neyðst til þess að selja glæsihús sitt í Atlanta. Í því voru "aðeins" 109 herbergi og 17 baðherbergi svo fátt eitt sé nefnt.

Nú ætlar kappinn að selja alla merkilega hanska, stuttbuxur og annað sem tengist hans flotta ferli. Einnig mun hann selja alla bílana sína og Rolex-úrin.

Holyfield er talinn hafa unnið sér inn 350 milljónir punda á löngum ferli.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×