Fótbolti

Hallbera og stelpurnar í Piteå búnar að bjarga sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/Stefán
Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar hennar í sænska liðinu Piteå eru svo gott sem öruggar með sæti sitt í sænsku kvennadeildinni eftir 2-1 útisigur á Örebro í dag því á sama tíma náði Djurgården bara í eitt stig út úr sínum leik.

Edda Garðarsdóttir spilaði allan leikinn með Örebro-liðinu sem komst í 1-0 en Hallbera Guðný Gísladóttir og liðsfélagar hennar gáfust ekki upp og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lok leiksins. Hallbera spilaði líka allan leikinn.

Djurgården gerði 1-1 jafntefli móti Vittsjö GIK á heimavelli. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Djurgården og spiluðu allan leikinn. Djurgården skoraði jöfnunarmarkið 18 mínútum fyrir leikslok.

Piteå (22 stig) hefur þar með sex stigum meira en Djurgården (16 stig) þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum og Piteå er auk þess með miklu betri markatölu. Djurgården getur aftur á móti enn náð Örebro (19 stig) að stigum og Jitex BK (20 stig) er heldur ekki alveg öruggt með sitt sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×