Menning

Ný stjórn Listahátíðar í Reykjavík skipuð

Sigurjón Kjartansson, nýr  formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hanna Styrmisdóttir,  nýr listrænn stjórnandi Listahátíðar og Kjartan Örn Ólafsson, varaformaður stjórnar Listahátíðar.
Sigurjón Kjartansson, nýr formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hanna Styrmisdóttir, nýr listrænn stjórnandi Listahátíðar og Kjartan Örn Ólafsson, varaformaður stjórnar Listahátíðar.
Stjórnarskipti urðu á fulltrúaráðsfundi Listahátíðar í Reykjavík fyrir helgi. Þar var nýr listrænn stjórnandi, Hanna Styrmisdóttir, formlega boðinn velkominn til starfa.

Á fundinum var Kristín Mjöll Jakobsdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, kjörin í stjórn sem nýr fulltrúi fulltrúaráðs fyrir hönd ríflega þrjátíu listastofnana og samtaka listamanna sem að hátíðinni standa.

Nýr formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík er Sigurjón Kjartansson, skipaður af borgarstjóra. Varaformaður er Kjartan Örn Ólafsson, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra.

Hanna Styrmisdóttir lýsti sýn sinni á hátíðina og sagði meðal annars: "Listahátíð er tímabundið sýningarform sem hefur það fram yfir stofnanir sem byggt er yfir til frambúðar að vera í eðli sínu tilraunakennt. Það er ekki bundið af föstu smíðavirki og það eitt gefur tilefni til stöðugrar endurskoðunar í samræmi við breytingar í samfélaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.