Sport

Manning nánast ómannlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manning í leiknum í nótt.
Manning í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Peyton Manning fór fyrir ótrúlegum sigri Denver Broncos í NFL-deildinni í nótt. Denver var undir, 24-0, í hálfleik gegn San Diego Chargers en skoraði 35 stig gegn engu í síðari hálfleik.

Leikurinn í nótt fer í sögubækurnar enda fáheyrt að lið hafi náð að snúa svo slæmri stöðu sér í hag líkt og Denver gerði í nótt.

Manning, sem kom til liðsins frá Indianapolis Colts fyrir núverandi tímabil, var nánast fullkominn í síðari hálfleik. Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum en alls heppnuðust þrettán af fjórtán sendingum hans í síðari hálfleik.

Þá gerði vörn Denver einnig sitt með því að skora tvö snertimörk í leiknum en hún fór oft illa með Philip Rivers, leikstjórnanda San Diego.

Þetta var þriðji sigur Denver í fyrstu sex leikjunum en San Diego hefur einnig unnið þrjá leiki. Hins vegar San Diego hefur nú farið illa með góða stöðu í tveimur leikjum í röð en í síðustu viku var liðið með tíu stiga forystu gegn New Orleans í þriðja leikhluta en tapaði á endanum, 31-24.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×