Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-22 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 4. október 2012 12:36 Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira