Sport

Fyrsti atvinnumaðurinn í hnefaleikum sem kemur út úr skápnum

Orlando Cruz.
Orlando Cruz.
Samkynhneigðir íþróttamenn í fremstu röð eru ekki á hverju strá og oftar en ekki koma íþróttamenn úr skápnum þegar þeir hætta að keppa. Það eru samt undantekningar og nú er búið að brjóta múrinn í hnefaleikaheiminum.

Orlando Cruz frá Púerto Ríkó er kominn út úr skápnum og hann ákvað að gera það tveim vikum áður en hann keppir um heimsmeistaratitil í fjaðurvigt.

Cruz er fyrsti hnefaleikakappinn sem kemur úr skápnum á meðan hann er enn að keppa.

"Ég hef haldið þessu leyndu í mörg ár en staðreyndin er sú að ég stoltur samkynhneigður maður. Ég hef styrkst mikið andlega og er því tilbúinn að koma úr skápnum," sagði Cruz sem hitti sálfræðinga áður en hann ákvað að taka þessa ákvörðun.

"Ég þakka fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Þar á meðal föður mínum."

Það eru afar fáir hommar að spila sem atvinnumenn í íþróttum og til að mynda hefur enginn komið út úr skápnum sem spilar í stóru íþróttunum í Bandaríkjunum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×