Körfubolti

ÍR-ingar spila hér eftir í Hertz Hellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Á meðfylgjandi mynd eru Einar Ómarsson varaformaður KKD ÍR, Hendrik Berndsen stjórnarformaður Hertz bílaleigu og 
Viðar Friðriksson formaður KKD ÍR ásamt leikmönnum meistaraflokks ÍR við undirskrift samningsins.
Á meðfylgjandi mynd eru Einar Ómarsson varaformaður KKD ÍR, Hendrik Berndsen stjórnarformaður Hertz bílaleigu og Viðar Friðriksson formaður KKD ÍR ásamt leikmönnum meistaraflokks ÍR við undirskrift samningsins. Mynd/ÍR
ÍR-ingar hafa gefið heimavelli sínum nýtt nafn fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. Þeir spila hér eftir í Hertz Hellinum og ætla ennfremur að vígja nýja stúku í fyrsta leik sem verður á móti Þór Þorlákshöfn.

Íþróttahús Seljaskóla heimavöllur ÍR-inga til margra ára í körfuknattleik sem jafnan hefur verið nefndur Hellirinn kemur til með að vera kallaður Hertz Hellirinn næstu þrjú árin hið minnsta. Er þetta hluti af samstarfssamningi Körfuknattleiksdeildar ÍR og Hertz Bílaleigu sem undirritaður var í gærkvöldi á heimavelli ÍR-inga.

Ásamt nýju nafni þá verður einnig vígð glæný áhorfendastúka á fyrsta heimaleik liðsins í Dominos deildinni í vetur sem verður gegn Þór Þorlákshöfn föstudaginn 12.október.

Jón Arnar Ingvarsson er tekinn við þjálfun ÍR-liðsins á nýjan leik og þá hefur Hreggviður Magnússon snúið aftur á heimaslóðir eftir tvö tímabil með KR-ingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×