Fótbolti

Nýliðar Eintracht Frankfurt slá í gegn í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Eintracht Frankfurt  fagna hér sigrinum í gær.
Leikmenn Eintracht Frankfurt fagna hér sigrinum í gær. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Eintracht Frankfurt er með þriggja stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Nurnberg í gærkvöldi en liðið er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Frankfurt er með þremur stigum meira en Bayern München sem spilar sinn leik í dag.

Eintracht Frankfurt hefur ekki verið í efsta sæti deildarinnar síðan 1999 og þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

Eintracht Frankfurt missti samt tvo leikmenn meidda af velli á fyrstu tuttugu mínútunum og þar á meðal var fyrirliðinn Pirmin Schwegler. Erwin Hoffer kom inn á sem varamaður á 21. mínútu og skoraði fyrsta mark leiksins fjórum mínútum síðar. Takashi Inui skoraði seinna markið eftir klukkutíma leik áður en Nürnberg minnkaði muninn 14 mínútum fyrir leikslok.

Eintracht Frankfurt var aðeins eitt ár í b-deildinni en hefur unnið Bayer Leverkusen (2-1), TSG Hoffenheim (4-0), Hamburger SV (3-2) og 1. FC Nürnberg (2-1) í fyrstu leikjum sínum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×