Lífið

Norska Næturvaktin fær góða dóma

Ragnar Bragason.
Ragnar Bragason.
Norsk útgáfa af sjónvarpsseríunni Næturvaktinni var frumsýnd í Noregi síðastliðinn fimmtudag þar sem hún fékk prýðisgóða dóma.

Dagblaðið VG gefur seríunni fjórar stjörnur af sex og af dómnum að dæma virðist kaldur húmorinn sem einkenndi Næturvaktina hafa skilað sér í norsku endurgerðinni.

Leikarinn Otte Jespersen, sem fer með hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar, þykir bera af sem vænisjúkur einræðisherra yfir bensínstöð í afdölum Noregs.

Af þessu að dæma hljóta Norðmenn að vera farnir að renna hýru auga til íslensks sjónvarpsefnis en Ragnar Bragason leikstjóri er meðal þeirra sem eiga heiðurinn að Næturvaktinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.