Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. september 2012 16:13 Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar