Fótbolti

Hoffenheim spilar í dag þrátt fyrir að leikmaður sé í lífshættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Boris Vukcevic, 22 ára leikmaður þýska félagsins Hoffenheim, slasaðist alvarlega í bílslysi í gær og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi.

Hoffenheim mætir Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag og þýska félagið hefur staðfest að leikurinn fari fram þrátt fyrir slysið.

Hoffnheim sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem það var tilkynnt en þó sagt að það gæti breyst ef líðan Vuckcevic breytist.

Slysið átti sér stað síðdegis í gær. Af ókunnum ástæðum ók Vukcevic Mercedes-biferið sinni á öfugan vegarhelming og lenti í árekstri við þungan vöruflutningabíl.

Hann fór í aðgerð í gær sem stóð yfir í þrjár klukkustundir. Aðgerðin mun hafa gnegið vel samkvæmt þýskum fjölmiðlum en hann engu að síður sagður enn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×