Lífið

Fjölmiðlakonur í fjöri

Marta María Jónasdóttir.
Marta María Jónasdóttir.
Félag fjölmiðlakvenna hélt sitt árlega partí á laugardagskvöldið. Margar af fjölmiðlakonum landsins tóku þar þátt í tjaldstemningu í bakgarðinum hjá Karen Kjartansdóttur, fréttakonu á Stöð 2 þar sem grillaðar voru pylsur, hlýtt var á uppistand og sungið saman.

Meðal þeirra kvenna sem tóku þátt í gleðinni voru fréttakonurnar Edda G. Andrésdóttir, Helga Arnardóttir, Hödd Vilhjálmsdóttir og Erla Hlynsdóttir á Stöð 2, Björk Eiðsdóttir ritstjóri blaðsins Séð og heyrt, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Kolbrún Björnsdóttir útvarpskona á Bylgjunni, Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, Þorbjörg Marínósdóttir á Skjá einum og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður á Fréttatímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×