Enski boltinn

Ekki stuðningsmönnum Liverpool að kenna

Það urðu vatnaskil í Hillsborough-málinu svokallaða í dag þegar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, bað aðstandendur þeirra 96 fórnarlamba Hillsborough-slyssins opinberlega afsökunar fyrir hönd ríkisins.

Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum í Sheffield á undanúrslitaleik Liverpool og Nott. Forest í enska bikarnum.

96 manns létust á leiknum og var talið á tíma að áhorfendum sjálfum væri um að kenna. Of mörgum áhorfendum var aftur á móti hleypt inn á völlinn.

"Skýrslan sem opinberuð var í dag sýnir svo ekki verður um villst að það var ekki stuðningsmönnum Liverpool að kenna," sagði Cameron í kjölfar þess að óháð skýrsla kom út um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×