Fótbolti

OB steinlá fyrir botnliðinu í fyrsta leiknum án Rúriks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Nordic Photos/Getty
OB Odense byrjar ekki vel án landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar sem félagið seldi á dögunum til danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar. Rúrik tryggði OB 2-2 jafntefli á móti FCK í sínum síðasta leik með OB en hann var fjarri góðu gamni í kvöld þegar OB-liðið heimsótti botnlið Esbjerg.

Esbjerg var ekki búið að vinna leik í fyrstu sjö umferðunum og var með 11 stigum minna en OB-liðið sem var átta sætum ofar í töflunni.

Martin Braithwaite kom Esbjerg í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 35 mínútum leiksins og Jesper Lange skoraði síðan þriðja markið á 62. mínútu.

Arnór Smárason var ekki með Esbjerg í leiknum í dag en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli. Samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins styttist þó í endurkomu Arnórs í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×