Nýr og glæsilegur A-class 19. september 2012 16:28 Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir nýjum A-Class og er bíllinn væntanlegur hingað til lands fyrir jól. Bíllinn hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir fagurlega hönnun að innan jafnt sem utan og ljóst er að mikil spenna ríkir fyrir komu hans. Nýtt grillið að framan er fallega hannað sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efni í innréttingunni sem er mjög sportleg og falleg. "Það hefur ríkt mikil eftirvænting eftir nýjum A-Class og bíllinn er greinilega að slá í gegn þótt salan á honum sé víðast hvar ekki enn hafin. Þegar liggja fyrir pantanir á yfir fimmtíu þúsund A-Class-bílum og verksmiðjurnar anna vart eftirspurn," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Rastatt í Þýskalandi og í nýrri verksmiðju í Kecskemét í Ungverjalandi. Bíllinn er væntanlegur til Íslands fyrir jól og segir Jón Trausti að mikið hafi verið spurt um hann hér heima. "A-Class er nýr og glæsilegur bíll sem mætir til leiks í vinsælasta flokki bíla, sem eru litlir, sparneytnir og umhverfismildir bílar. A-Class er óvenju glæsilegur fulltrúi í þann flokk bíla, lítill lúxusbíll með framúrskarandi aksturseiginleika, mikinn búnað og margar nýjungar. Við bíðum spennt eftir að kynna bílinn til leiks hér heima. Það má segja að ný kynslóð A-Class sé til marks um spennandi tíma hjá Mercedes-Benz og það er mikið í gangi hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum." Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru afkastamiklar en einnig eyðslugrannar og umhverfismildar. Þannig verður koltvísýringslosunin aðeins um 98 g/km í umhverfismildustu vélinni. A-Class verður í boði með tveimur bensínvélum, 1,6 og 2,0 lítra. Vélin í A 180 mun skila 122 hestöflum en í A 200 verður 156 hestafla vél. Þá verður vélin í A 250 feykiöflug og mun skila alls 211 hestöflum. Úrval aflmikilla dísilvéla er einnig í boði í nýju kynslóðinni. A 180 CDI verður með 109 hestafla vél sem togar 250 Nm en A 200 CDI verður með 136 hestafla vél sem togar 300 Nm. A 220 CDI mun skarta geysiöflugri 2,2 lítra, 170 hestafla dísilvél sem togar alls 350 Nm og mun skila ótrúlega miklu afli eins og tölurnar bera vitni um. Allar vélarn ar í nýjum A-Class verða með ECO startstopp-búnaði sem gerir hann enn sparneytnari og umhverfismildari. Hægt verður að fá A-Class með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu. Aksturseiginleikar bílsins eru mjög góðir eins og Mercedes-Benz er von og vísa. Veggripið er afar gott og bíllinn liggur mjög vel á veginum. Þar spilar inn í að þyngdarpunkturinn hefur verið lækkaður og nýr fjöðrunarbúnaður sem og nýir afturöxlar gera það að verkum að aksturinn verður enn betri. Þá má ekki gleyma 4MATIC-kerfinu sem deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á við jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. 4MATIC-kerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri. Mercedes-Benz setur ný viðmið í tæknibúnaði með A-Class en þar verður meðal annars aðgengi fyrir snjallsíma. Ökumaður og farþegar geta því tengt iPhone við tæknibúnað bílsins og nýtt möguleika símans til fulls. A-Class er hlaðinn öryggisbúnaði og má þar nefna árekstrarvara (Collision Prevention Assist) en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. Þessi búnaður hefur hingað til aðeins verið í boði í mun stærri og dýrari bílum. Þá er A-Class einnig búinn Pre Safe-kerfinu sem er fyrirbyggjandi öryggisbúnaður fyrir ökumann og farþega. Greini búnaðurinn varasamar akstursaðstæður strekkjast bílbeltin í framsætunum á broti úr sekúndu og hliðarrúður og sóllúga lokast sjálfkrafa. Þannig næst full virkni öryggisbelta og öryggispúða sem veita hámarksvörn ef til áreksturs kemur. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Bíllinn hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir fagurlega hönnun að innan jafnt sem utan og ljóst er að mikil spenna ríkir fyrir komu hans. Nýtt grillið að framan er fallega hannað sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efni í innréttingunni sem er mjög sportleg og falleg. "Það hefur ríkt mikil eftirvænting eftir nýjum A-Class og bíllinn er greinilega að slá í gegn þótt salan á honum sé víðast hvar ekki enn hafin. Þegar liggja fyrir pantanir á yfir fimmtíu þúsund A-Class-bílum og verksmiðjurnar anna vart eftirspurn," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Rastatt í Þýskalandi og í nýrri verksmiðju í Kecskemét í Ungverjalandi. Bíllinn er væntanlegur til Íslands fyrir jól og segir Jón Trausti að mikið hafi verið spurt um hann hér heima. "A-Class er nýr og glæsilegur bíll sem mætir til leiks í vinsælasta flokki bíla, sem eru litlir, sparneytnir og umhverfismildir bílar. A-Class er óvenju glæsilegur fulltrúi í þann flokk bíla, lítill lúxusbíll með framúrskarandi aksturseiginleika, mikinn búnað og margar nýjungar. Við bíðum spennt eftir að kynna bílinn til leiks hér heima. Það má segja að ný kynslóð A-Class sé til marks um spennandi tíma hjá Mercedes-Benz og það er mikið í gangi hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum." Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru afkastamiklar en einnig eyðslugrannar og umhverfismildar. Þannig verður koltvísýringslosunin aðeins um 98 g/km í umhverfismildustu vélinni. A-Class verður í boði með tveimur bensínvélum, 1,6 og 2,0 lítra. Vélin í A 180 mun skila 122 hestöflum en í A 200 verður 156 hestafla vél. Þá verður vélin í A 250 feykiöflug og mun skila alls 211 hestöflum. Úrval aflmikilla dísilvéla er einnig í boði í nýju kynslóðinni. A 180 CDI verður með 109 hestafla vél sem togar 250 Nm en A 200 CDI verður með 136 hestafla vél sem togar 300 Nm. A 220 CDI mun skarta geysiöflugri 2,2 lítra, 170 hestafla dísilvél sem togar alls 350 Nm og mun skila ótrúlega miklu afli eins og tölurnar bera vitni um. Allar vélarn ar í nýjum A-Class verða með ECO startstopp-búnaði sem gerir hann enn sparneytnari og umhverfismildari. Hægt verður að fá A-Class með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu. Aksturseiginleikar bílsins eru mjög góðir eins og Mercedes-Benz er von og vísa. Veggripið er afar gott og bíllinn liggur mjög vel á veginum. Þar spilar inn í að þyngdarpunkturinn hefur verið lækkaður og nýr fjöðrunarbúnaður sem og nýir afturöxlar gera það að verkum að aksturinn verður enn betri. Þá má ekki gleyma 4MATIC-kerfinu sem deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á við jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. 4MATIC-kerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri. Mercedes-Benz setur ný viðmið í tæknibúnaði með A-Class en þar verður meðal annars aðgengi fyrir snjallsíma. Ökumaður og farþegar geta því tengt iPhone við tæknibúnað bílsins og nýtt möguleika símans til fulls. A-Class er hlaðinn öryggisbúnaði og má þar nefna árekstrarvara (Collision Prevention Assist) en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. Þessi búnaður hefur hingað til aðeins verið í boði í mun stærri og dýrari bílum. Þá er A-Class einnig búinn Pre Safe-kerfinu sem er fyrirbyggjandi öryggisbúnaður fyrir ökumann og farþega. Greini búnaðurinn varasamar akstursaðstæður strekkjast bílbeltin í framsætunum á broti úr sekúndu og hliðarrúður og sóllúga lokast sjálfkrafa. Þannig næst full virkni öryggisbelta og öryggispúða sem veita hámarksvörn ef til áreksturs kemur.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira