Sport

Jöfnun á Íslandsmeti en Matthildur Ylfa komst ekki í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir jafnaði Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi í flokki T37 í undanrásum í 100 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun.

Matthildur Ylfa kom í mark á tímanum 15,89 sekúndur sem er jöfnun á hennar besta tíma og Íslandsmeti. Tíminn var þó sá slakasti af þeim 15 sem hlupu. Besti tíminn í undanrásunum var 14,30 sekúndur en átta bestu tímarnir gáfu sæti í átta manna úrslitum sem fram fara síðdegis.

Matthildur Ylfa, sem komst í úrslit og hafnaði í áttunda sæti í langstökkskeppninni á föstudag, keppir í 200 metra hlaupi á miðvikudag. Það verður síðasta keppnisgrein Matthildar á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×