Sport

Kári Steinn Íslandsmeistari í hálfu maraþoni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Kári Steinn Karlsson varð um helgina Íslandsmeistari í hálfu maraþoni. Mótið fór fram samhliða Brúarhlaupinu á Selfossi.

Kári Steinn hljóp vegalengdina á einni klukkustund og 12:42 mínútum sem er rúmum sjö mínútum frá Íslandsmeti hans í greininni.

Metið setti hann í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra en Kári Steinn er nú nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í London.

Jósep Magnússon varð í öðru sæti um helgina á 1.20:43 klst og Hallgrímur Tómas Ragnarsson kom næstur ellefu sekúndum á eftir.

Í kvennaflokki bar Valgerður Dýrleif Heimisdóttir sigur úr býtum en hún hljóp á 1.29:42 klst. Ósk Vilhjálmsdóttir varð önnur og Guðmunda S. Sigurbjörnsdóttir þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×