Fótbolti

FCK búið að kaupa Rúrik

Rúrik með nýju treyjuna sína.
Rúrik með nýju treyjuna sína. mynd/heimasíða FCK
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var í dag keyptur frá OB til danska stórliðsins FCK sem Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson leika með. Rúrik hefur verið að leika vel fyrir OB og það fór ekki fram hjá forráðamönnum FCK sem hafa gert fjögurra ára samning við Rúrik.

Rúrik spilaði með OB gegn FCK í gær og skoraði þá jöfnunarmark OB í 2-2 jafnteflisleik. Daginn eftir er hann orðinn leikmaður FCK.

"Þetta er rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef alltaf stefnt að því að bæta mig á hverju ári. FCK er félag sem allir vilja spila fyrir hér í landi. Ég er stoltur og ánægður með að vera orðinn leikmaður félagsins," segir Rúrik á heimasíðu FCK.

"Ég er líka þakklátur OB fyrir að virða mínar óskir og leyfa mér að komast til FCK. Ég vænti þess að FCK keppi um alla titla á hverju ári og ætla að leggja mitt af mörkum til þess að félagið verði sigursælt."

Rúrik mun leika í treyju númer 19 hjá FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×