"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 10:30 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira