Lífið

Biggi í héraðsdómi

Birgi Örn Steinarsson.
Birgi Örn Steinarsson.
Rokksveitin Maus hefur ekki verið starfandi í átta ár. Þrátt fyrir það er hún síður en svo gleymd, eins og sannaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem réttað var í meiðyrðamáli Gunnlaugs Sigmundssonar gegn bloggaranum Teiti Atlasyni.

Erla Skúladóttir, lögmaður Gunnlaugs, gerði sitt besta til að útskýra fyrir Teiti að hann skyldi, sem fær samfélagsrýnir, ekki trúa öllu sem fram kæmi í fjölmiðlum.

Og til að færa honum heim sanninn um það greip hún til víðfrægs textabrots - og raunar lagatitils - eftir Birgi Örn Steinarsson í Maus: Allt sem þú lest er lygi. Nú þarf að bíða í fjórar vikur til að sjá hvort tilvitnunin hafi hrifið dómarann nægilega.

- sm, - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.