Lífið

Áheyrnarprufur í Hörpu

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Dansæðið grípur þjóðina á ný í vetur er Dans Dans Dans fer aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Áheyrnarprufurnar fara fram dagana 28.-30. september næstkomandi í Hörpu og má búast við miklum fjölda þátttakenda ef marka má góð viðbrögð í fyrra.

Sigurvegari þáttarins fær 1,5 milljónir króna í verðlaunafé en sú nýlunda er í ár að einnig verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sæti.

Annað sætið fær 600 þúsund á meðan þriðja sætið hlýtur 300 þúsund krónur. Kynnir þáttarins, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, og dómararnir Katrín Hall, Gunnar Helgason og Karen Björk Björgvinsdóttir eiga því eftir að hafa í nógu að snúast í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.