Aron ráðinn þjálfari til ársins 2015 | Þjálfar líka Hauka í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2012 11:42 mynd/pjetur Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira