Fótbolti

Hallgrímur og Eyjólfur misstu báðir af leik SönderjyskE

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Jónasson i baráttu við Frank Riberry.
Hallgrímur Jónasson i baráttu við Frank Riberry. Mynd/AFP
Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru hvorugir með SönderjyskE í kvöld í 1-4 tapi á útivelli á móti Nordsjælland í 7. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland fór í toppsætið með þessum sigri.

Íslensku leikmennirnir í SönderjyskE eru báðir að glíma við meiðsli en Hallgrímur hefur vegna þeirra aðeins getað verið með í einum leik á þessu tímabili. Eyjólfur meiddist hinsvegar í síðasta leik og gat ekki verið með í kvöld.

Íslendinganna var greinilega sárt saknað því SönderjyskE steinlá í leiknum.Joshua John kom Nordsjælland í 1-0 strax á 4. mínútu leiksins en Quincy Antipas jafnaði fyrir SönderjyskE á 34. mínútu eftir sendingu frá Henrik Hansen.

Patrick Mtiliga kom Nordsjælland í 2-1 á 51. mínútu, Sören Christensen bætti við þriðja markinu á 55. mínútu og Mikkel Beckmann skoraði síðan fjórða markið á 78. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×