Lífið

Sýndu samstöðu með systrum sínum í Afganistan

myndir/Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir
Í gær stóð UN Women fyrir Appelsínugula deginum í annað sinn. UN Women hvatti landsmenn til sýna samstöðu með systrum sínum í Afganistan og öllum þeim konum og stúlkum sem þurft hafa að sæta ofbeldi kyns síns vegna með því að klæðast appelsínugulu.

Búðareigendur á Laugaveginum hlýddu kalli og skreyttu hjá sér verslunarglugga með appelsínugula litnum. Fjölmargir gangandi vegfarendur skreyttu sig með appelsínugulu sem er litur sköpunar, krafts og hlýju.

UN Women nýtti daginn til þess að beina sjónum að bágri stöðu kvenna í Afganistan. Sífellt berast hrottalegar fréttir af mannréttindabrotum þar í landi gagnvart konum, hvort sem um era ð ræða nauðgandir, heiðursmorð eða barnungar brúðir. Sem tákn um stöðu kvenna í Afganistan, sátu fjórar ungar konum í búrkum við verslunina.

Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir ljósmyndari náði að fanga þessa fallegu stemmningu sem myndaðist hjá versluninni Nostalgíu. Sjá má myndirnar í meðfylgjandi myndasafni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.