Fótbolti

Hægt að sjá metþrennuna hans Arons í rauntíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson bætti met Ebbe Sand í gær þegar hann skoraði þrjú mörk á aðeins 3 mínútum og 50 sekúndum í 4-1 sigri AGF á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

Ebbe Sand var áður sá leikmaður sem hafði tekið sér stystan tíma í að skora þrennu í dönsku úrvalsdeildinni en Sand skorað þrjú mörk á 4 mínútum og tveimur sekúndum í sigri Bröndby á Vejle í nóbember 1997.

Aron skoraði fyrsta markið sitt með hnitmiðuðu skoti úr teignum eftir 31:23, annað markið skoraði hann úr markteignum eftir 32:39 og þrennuna innsiglaði hann af stuttu færi eftir skyndisókn en þá stóð 35:13 á klukkunni.

Það er hægt að sjá metþrennuna hans Arons í rauntíma með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan en þessi 21 árs gamli strákur bætti við einu marki í seinni hálfleik og endaði leikinn því með fernu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×