Enski boltinn

Stutt ferðalag hjá Liverpool - mætir Hearts í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-menn fagna hér marki á móti Gomel
Liverpool-menn fagna hér marki á móti Gomel Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool drógst á móti skoska liðinu Hearts í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í dag. Newcastle fer til Grikklands og spilar við Atromitos en í boði er sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Bæði ensku liðin spila fyrri leikinn á útivelli og fara þeir leikir fram 23. ágúst. Seinni leikirnir eru síðan viku síðar. Tottenham slapp við undankeppnina og er því þegar komið áfram í riðlakeppnina en þar spila xx lið.

Liverpool sló örugglega út FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð en Newcastle er að fara spila sína fyrstu Evrópuleiki síðan 2007. Brendan Rodgers, nýr stjóri Liverpool, er búinn að stýra Liverpool-liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjum sínum sem stjóri félagsins.

Tottenham mætti Hearts í Evrópudeildinni í fyrra og vann þá örugglega 5-0 samanlagt eftir 5-0 stórsigur í fyrri leiknum í Skotlandi. Tottenham hvíldi lykilmenn í seinni leiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar höfðu ekki heppnina með sér því þeir drógust á móti Anzhi Makhachkala frá Rússlandi. Inter Milan frá Ítalíu mætir Vaslui frá Rúmeníu og KR-banarnir í HJK Helsinki drógust á móti spænska félaginu Athletic Bilbao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×