Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 19:44 Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið. Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið.
Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira