Fótbolti

Helsingborg og Lokeren að ná saman um Alfreð

Alfreð í leik með landsliðinu.
Alfreð í leik með landsliðinu.
Alfreð Finnbogason verður væntanlega seldur til sænska liðsins Helsingborg fljótlega en hann segir að lítið beri á milli liðsins og Lokeren. Alfreð hefur verið í láni hjá Helsingborg frá Lokeren og algjörlega farið á kostum með sænska liðinu.

"Ég er búinn að ná samkomulagi við Helsingborg en það ber aðeins á milli hjá félögunum enn þá. Þetta er því ekki orðið 100 prósent enn þá. Það átti víst að klára þetta í gærkvöldi en gekk ekki eftir," sagði Alfreð við Vísi í kvöld en hann var þá á leið á landsliðsæfingu.

"Lánssamningurinn rennur út á miðvikudag þannig að það er spurning um hvert ég flýg eftir leikinn við Færeyinga."

Ef af kaupunum verður mun hann skrifa undir þriggja ára samning við Helsingborg. Alfreð á sér þó stærri drauma en að spila í Svíþjóð.

"Ég ætla ekki að spila allan minn feril í Svíþjóð. Ef ég held áfram að standa mig eins og ég hef verið að gera upp á síðkastið þá gæti ég verið kominn eitthvert annað eftir eitt til tvö ár.

"Þetta er undir mér komið. Þeir sem spila best í Skandinavíu komast lengra. Án þess að missa sjón á markmiðum mínum núna þá stefni ég á að komast lengra."

Helsingborg er að spila vel og á möguleika á því að komast í Meistaradeildina en liðið mætir næst Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×