Körfubolti

Jones hættur við að spila með Njarðvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Fésbókarsíða Jones
Bandaríkjamaðurinn Jonathan Jones, sem spila átti með Njarðvík í efstu deild karla í körfuknattleik í vetur, mun ekki koma til liðsins. Karfan.is greinir frá þessu.

„Það góða við þetta er að þetta kemur upp núna en ekki á miðju tímabili," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur í samtali við Karfan.is.

Einar Árni segir enga örvæntingu vera í kjölfar fréttanna. Jones sé langt í frá að vera síðasti leikmaðurinn á markaðnum og Njarðvíkingar hafi þegar sett saman lista yfir aðra mögulega leikmenn.


Tengdar fréttir

Njarðvík semur við tvo Bandaríkjamenn

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við tvo Bandaríkjamenn um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili í Domino´s deildinni. Þeir Cameron Echols og Travis Holmes sem léku með liðinu síðasta vetur munu ekki snúa aftur í haust en Jonathan Jones og Marcus Van koma í þeirra stað og eru hugsaðir fyrir baráttuna í teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×