Fótbolti

Bjarni samdi við Silkeborg til fjögurra ára

Bjarni Viðarsson í keppnistreyju Silkeborg.
Bjarni Viðarsson í keppnistreyju Silkeborg. http://www.silkeborgif.com
Knattspyrnumaðurinn Bjarni Viðarsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg en hann var áður í herbúðum Mechelen í Belgíu. Bjarni, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hóf atvinnumannaferilinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton en hann hefur einnig leikið í Hollandi með Twente og Roeselare.

„Ég valdi Silkeborg þar sem að ég fann að framkvæmdastjórinn Peder Knudsen og aðalþjálfarinn Keld Bordinggaard hafa trú á mér sem leikmanni. Það skiptir miklu máli, þar sem ég hef verið hjá nokkrum félögum þar sem ég fékk lítið að spila. Ég hlakka til að fá tækifæri með félagi sem leikur skemmtilegan fótbolta. Ég kann vel við hvernig félagið vill spila og leikaðferðin ætti að henta mér," segir Bjarni m.a. í viðtali á heimasíðu félagsins.

Bjarni fær keppnistreyju nr. 8 hjá Silkeborg sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar að loknum þremur umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×