Lífið

Björk vinnur með Attenborough

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir hefur hafið samstarf við náttúrulífsmyndafrömuðinn David Attenborough um gerð heimildarmynda um sögu tónlistar. Þættirnir munu bera nafnið Eðli tónlistar (e. The Nature of Music) og verða sýndir á Channel 4 í Bretlandi, að því er fram kemur á vefjum breska blaðsins Guardian og hjá Hollywood Reporter.

Hugmyndin kviknaði út frá Biophilia-verkefni Bjarkar. Í þáttunum munu Björk og Attenborough kanna þróun tónlistar, bæði í sögu mannkyns og í samhengi við aðrar dýrategundir jarðar. Attenborough mun bæði ræða um eigið dálæti á tónlist og hlutverk tónlistar í lífi dýra á borð við hvali og fugla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.