Fótbolti

Mario Gomez frá keppni í rúman mánuð

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Gomez gekk til liðs við Bayern frá Stuttgart árið 2009.
Gomez gekk til liðs við Bayern frá Stuttgart árið 2009. Nordicphotos/Getty
Bayern Munchen tilkynnti í gær að Mario Gomez, sóknarmaður liðsins, yrði frá keppni í rúman mánuð eftir aðgerð á ökkla.

Gomez spilaði fyrstu 42. mínúturnar í æfingaleik liðsins gegn Werder Bremen á laugardaginn en var skipt útaf vegna meiðslanna.

Gomez hefur verið stórkostlegur eftir brösótta byrjun hjá félaginu en hann skoraði 80 mörk í öllum keppnum á undanförnum tveimur tímabilum fyrir félagið.

Nokkur meiðslavandræði eru að hrjá lið Bayern en auk Gomez eru David Alaba, Rafinha, Diego Contendo og Claudio Pizzaro allir frá vegna meiðsla og munu líklegast allir missa af upphafi tímabilsins.

Tímabilið hefst um næstu helgi en þar munu Bayern Munchen og Borussia Dortmund mætast í svokölluðum ofurbikar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×