Fótbolti

Arnór og félagar komnir á blað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór, lengst til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór, lengst til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Nýliðar Esbjerg fengu sitt fyrsta stig í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við AGF.

Arnór Smárason kom inn á sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka en Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AGF. Honum var þó skipt af velli á 73. mínútu.

AGF er með tvö stig eftir tvo leiki en Esbjerg með eitt sem fyrr segir. Þetta var lokaleikurinn í annarri umferð.

Í Noregi gerðu Rosenborg og Lilleström 1-1 jafntefli. Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn á miðjunni hjá Lillström en Stefán Logi Magnússon sat á bekknum.

Rosenborg hafði unnið þrjá deildarleiki í röð en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði Strömsgodset í þriðja sæti deildarinnar. Lilleström er í þrettánda sæti með átján stig.

Í Svíþjóð skildu Norrköping og Djurgården jöfn, 1-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn í liði Norrköping sem er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig. Elfsborg er á toppnum með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×