Sport

Nýjar reglur um þjófstart teknar upp á ÓL í London

Usan Bolt var dæmdur úr leik á HM í Suður-Kóreu sem fram fór í fyrra.
Usan Bolt var dæmdur úr leik á HM í Suður-Kóreu sem fram fór í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Usain Bolt, heimsmethafi í 100 metra hlaupi karla, náði ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í greininni á síðasta HM í Suður-Kóreu þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir þjófstart. Atvikið vakti upp ýmsar spurningar varðandi harðar þjófstarts reglur IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Og IAAF hefur nú slakað aðeins á reglugerðinni fyrir Ólympíuleikana sem hefjast um helgina í London.

Keppendur mega hreyfa líkama sinn í startblokkunum áður en skotið frá rásdómaranum ríður af, en að sjálfsögðu mega þeir ekki lyfta fótum úr startblokkinni eða lyfta höndum frá keppnisbrautinni.

Samkvæmt gömlu reglugerðinni voru keppendur dæmdir úr leik fyrir það eitt að hreyfa líkama sinn aðeins áður en keppendur voru ræstir af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×